Í alvörunni!!

Skipulögð glæpastarfssemi hefur verið í miklum uppgang alveg síðan hinn frjálsi straumur af innflytjendum var leyfður, enda Ísland paradís fyrir alls kyns brask. Það þarf ekki nema að rýna í tölur frá Vogi til að sjá að það má mala gull á eiturlyfjasölu hér á klakanum.

Svo ef þú ert heppinn þá landarðu kannski bara hlutverki í einhverri íslenskri glæpaseríu.

En að öllu gamni slepptu, þá er þetta alvarlegt mál sem þarf að fara kæfa í fæðingu. Hvað ætla þeir að gera þegar Hells Angels ná að smokra sér inn?. Þá fyrst byrja vandræðin!!


mbl.is Ný tækifæri fyrir afbrotamenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eðvarð Hlynur Sveinbjörnsson

Þessi hells angels hræðsla er í besta falli kjánaleg. Nær væri að líta til þeirra glæpamanna sem eru þegar komnir inn í landið. Samanber skipulagða glæpastarfssemi frá Litháen.

Eðvarð Hlynur Sveinbjörnsson, 19.3.2010 kl. 13:36

2 Smámynd: Friðrik Jónsson

Þetta er grafalvarlegt og mjög dapurt að þetta skuli fylgja nýbúum,en staðreynd samt.Það á að loka fyrir innflutning á fólki og henda úr landi þeim sem eru ekki með atvinnu og ríkisborgararétt+öllum útlendingum sem brjóta lög strax.

Friðrik Jónsson, 19.3.2010 kl. 13:38

3 Smámynd: Hans Miniar Jónsson.

Skil ég þig rétt Friðrik? Ert þú þeirrar skoðunnar að það eigi að sparka manninum mínum úr landi fyrir það eitt að hafa fæðst annarsstaðar afþví að einhver hálfviti frá þriðja landinu er síglæpamaður?

Eða ertu með einhverjar ýkjur?

Hans Miniar Jónsson., 19.3.2010 kl. 17:13

4 identicon

Skipulögð glæpastarfsemi er sem sagt innflutt vandamál, Guðni? Hvað með þá glæpamenn, sem seldu sín á milli og nauðguðu samfélaginu - en voru fæddir á landinu? Er það bara óvart?

Kynntu þér málið, áður en þú tjáir þig um eitthvað, sem þú greinilega hefur ekki kynnt þér. Byrjaðu á skilgreiningu orða þinna hjá Sameinuðu þjóðunum.

Alþjóðleg glæpastarfsemi er svo allt annað - en þú vilt kannski ekki vita það... Er það?

Skorrdal (IP-tala skráð) 19.3.2010 kl. 19:19

5 Smámynd: Guðni Þór Björnsson

Vá slakaðu á Icesavegremjunni Skorrdal!!! Snýst fréttin um þá glæpamenn? Sagði aldrei að þetta væri innflutt vandmál, heldur að skipulögðum glæpagengjum væri auðveldara að komast hér að eftir að frjáls og óeftirlitslaus innflutningur innan Evrópu var sett í lög. Ekki langt síðan maður sem klauf höfuð fékk að ganga inn í landið án þess svo mikið sem athugað í gagnagrunn. Ekki þætti mér óeðlilegt að hafa einhverjar upplýsingar um nýjan íbúa landsins. Allir utan Evrópu þurfa nánast að gefa blóð og vaða skít bara til að komast í heimsókn. Þú ert svona netböggari, það er soldið sætt:)

 Friðrik, þu ert náttúrulega bara í ruglinu með þitt hatur. Þetta komment þitt útskýrir og dæmir sig sjálft(og þig). Ísland væri ekkert án innflytjenda, þeir vinna öll störf sem við(af öllum heimsins sora) fúlsum við einsog við séum konungsborin en ekki rétt skriðin útúr moldarkofanum. Ég fagna öllum nýjum íbúum Íslands sama hvaðan þeir koma  svo lengi sem tilgangurinn er góður.

Guðni Þór Björnsson, 20.3.2010 kl. 04:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband