Flipside Steingrímur

Það sorglegasta í þessu öllu er þessi svaðalegi viðsnúningur hjá hinum vinstri manni sem Steingrímur er held ég ennþá, ekki það að ég vilji dæma fólk eftir flokkum, lit né stöðu. Steingrímur er einn fárra þingmanna sem ég virkilega trúi að sé að reyna að vinna fyrir fólkið. Hann er bara í handónýtri stöðu innan ríkisstjórnarinnar og í raun meiri talsmaður samfylkingarinnar undanfarið, þar sem sá flokkur virðist geta stjórnað blint í laumi  og án samskipta við allt og alla. Steingrímur er einn í skotgröf og fær allar sprengjurnar á sig. Annars er é kannski bara búinn að minnka Icesave fréttakvótann það mikið að maður er kannski ekki dómbær þessa dagana. Afhverju rottast ekki Steingrímur og Ögmundur ekki til að gera eitthvað ? Er Ögmundurinn ekki á leið inn aftur? Eða var það Davíð? Segi svona.

Samfylkingin má líka alveg láta sjá sig.............fyrst þeir eru nú í þessu á annað borð.


mbl.is Steingrímur skiptir um skoðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

,,Svaðalegi"? Hvað þýðir það orð?

Jens (IP-tala skráð) 20.3.2010 kl. 05:09

2 Smámynd: Hans Miniar Jónsson.

Ég hef sjálfur orðið fyrir miklum vonbrigðum með hann skallagrím. Það er sorglegt að sjá hversu mikil undirlægja maðurinn hefur orðið.

Maður missir traust á flokki og stjórnmálamönnum sem í raun svíkja eigin stefnuskrá til að halda sér í stjórn þegar þangað er komið. :/

Hans Miniar Jónsson., 20.3.2010 kl. 13:08

3 Smámynd: Guðni Þór Björnsson

Jens:Einhvers staðar slæddist þetta inn í tungu okkar en veit ekki hvaðan. Hef alltaf túlkað þetta sem að vera komin í svaðið og nota þetta eingöngu þegar ég nefni illt. En orð er þetta ei. Hefði líka getað sagt að þetta væri innsláttarvilla en þá væri ég að plata og sú útskýring alveg frekar leiðinleg, ekki satt? ;)

 Miniar: Það er alveg sorglegt, Ögmundur hafði allavega kjarkinn til að stíga til hliðar og standa með skoðunum sínum.

Guðni Þór Björnsson, 20.3.2010 kl. 15:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband