20.7.2009 | 10:43
Hver eru tilgangurinn?
Mikil tíska er þessa dagana að stunda skemmdarverk á húsum auðmanna og annarra sem tengjast bankahruninu á einn eða annan hátt. Ég spyr bara: Hver eru tilgangurinn?
Er það virkilega álit eggjakastarns að þetta muni hafa áhrif á gang mála? Það er ekki einsog Davíð bíði einhver svakalegur skaði af þessu, með öll þau laun sem hann er með. Sjálfsagt þekkir hann einhvern sem vill hjálpa honum með að ditta og lagfæra skaðann á mun minna verði en við almúginn þurfum að punga út.
Þetta eru huglausustu aðgerðir sem hægt er að ímynda sér og til skammar. Svona á ekki að standa að málum.
Mótmæli á Íslandi eru drephlægileg í besta falli. Þegar mótmælt var gegn virkjunum var hópur sem kallar sig Saving Iceland hvað mest í sviðsljósinu. Fáir vita að til þess að fá borgað(líkt og mótmæli væri orðin atvinnugrein)þurfti maður að láta handtaka sig. Og hvað gerðist......menn hlekkjuðu sig niður og létu öllum illum látum uns lögreglan sá sig nauðuga til þess að setja fólk í varðhald. Einn mótmælandi ákvað að klifra byggingarkrana og stofnaði þar með sjálfum sér og þeim sem á endanum þurfti að bjarga honum niður í talsverða lífshættu.
Mótmælin á Austurvelli eru líka gott dæmi. Nú hef ég verið þar alloft í góða veðrinu í sumar og hvergi bólar á fólkinu sem heimtaði nýja ríkisstjórn. Raddir fólksins hafa þagnað(eflaust hefur Hörður Torfa fengið nóg, enda góð kynning á bók hans að vera maður ársins).
Þetta sama fólk mætir ekki aftur af því það var svikið en það þýðir ekkert að gefast upp. Þessir svokölluðu fulltrúar okkar á þingi finna um leið lyktina af uppgjöf.
Eflaust er ég kominn langt útfyrir frétt um eggjakast en stundum verður manni heitt í hamsi.
En gaman þætti mér að sjá fólk aftur fyrir utan alþingishúsið og mótmæla af sannfæringu en ekki kasta eggjum í hús auðmanna sem elur ekkert af sér nema lúsarkostnað(sem þeir hlæja að) og litla blogggremju.
Lifið sæl
Egg og níð á hús Davíðs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þú ert eitthvað að misskilja, blessaður kallinn. Það sem þú kallar ,,auðmenn" heita í daglegu tali aumingjar á alþýðumáli. Þeir sem bera rauðan lit á húsveggi aumingja, eða skutla í þá eggjum, eru einfaldlega að tjá óbeit sína á viðkomandi óþrifagemlingum og aumingjum.
Jóhannes Ragnarsson, 20.7.2009 kl. 12:01
Þeir eru væntanlega að fá eithverja útrás fyrir reiði sinni með þessu og ætli það sé ekki svona mesti tilgangurinn með þessu, og kanski jú minna þessa svokallaða ''auðmenn'' á hversu miklir aumingjar þeir eru flestir.
Þóra (IP-tala skráð) 20.7.2009 kl. 12:58
Haf það þannig þá.......
Guðni Þór Björnsson, 20.7.2009 kl. 23:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.