Hálfvitar

Þetta pakk eru aumingjar upp til hópa. Hættið að vera með grímur og sýnið á ykkur smettið. Hættið að taka greiðslur fyrir mótmæli, mótmæli er ekki atvinnugrein. Hættið að eyða tíma lögreglunnar sem er þegar fámönnuð og þarf að sinna alvarlegri hlutum en þessu. Hættið að þykjast þykja vænt um Ísland.

I suggest you do as your parents did and get a job.(Úr Big Lebowski)


mbl.is Sex mótmælendur handteknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Friðriksson

Og síðan eiga fjölmiðlar að hætta birta fréttir af þessu, þá hættir þessi skríll þessu en það sem þessir fábjánar eru að sækjast eftir er athyglissýkin.

Friðrik Friðriksson, 24.8.2009 kl. 11:04

2 Smámynd: Skríll Lýðsson

er fólk að sækjast eftir athyglissýki ?

tómar mannvitsbrekkur á ferð hér á moggablogginu :)

Skríll Lýðsson, 24.8.2009 kl. 12:33

3 identicon

Já marr. Ég er í böllandi plús eftir þennan vetur, sjitt ka þett'er klikkað vel borgað að mótmæla bara smá og sitja í nokkrum fangaklefum, ég get farið á benedorm á stanslaust fyllerí í svona ár bráðum skiluru. Gegt. Svo fær mar líka borgað frá öllum hliðum. Á margföldu kaupi. Rögglað.

Ertu nokkuð hálfur að viti sjálfur? 

Lögreglan ætti náttúrulega ekki að láta sjá sig nálægt þessu, ekki ef þeim þykir í raun vænt um frelsi, lýðræði og náttúru hér á landi og í heiminum öllum. Þeir ættu að hafa vit á því að halda sig í fjarlægð og sinna mikilvægari málum. Leyfa fólki a.m.k. að reyna að bjarga heiminum undan oki alþjóðavæðingar, spillingar og kapítalisma.

P.s. Ég held að það þyki engum sem við Saving Iceland kennir sig vænt um "lýðveldið" ísland. Náttúra þessa heims er annað mál og frelsi fólksins. Andófið er við yfirtöku spilltra, alþjóðlegra stórfyrirtækja á efnahag og náttúru heimsins.

Sigrún (IP-tala skráð) 24.8.2009 kl. 13:39

4 Smámynd: Guðni Þór Björnsson

Hér er ég ekki að tala um almennan mótmælanda sem lemur á potta og pönnur, lætur í sér heyra og mætir á Austurvöll og stendur á sínu(án ofbeldis). Ég er að tala um örlítinn hluta af mótmælendum Saving Iceland. Ég er að tala um fólk með grímur sem hlekkir sig við vinnutæki og stofnar lífi sínu og annarra einfaldlega í hættu með sínum aðgerðum. Fréttir af greiðslum til fólks sem voru(og eflaust verða) handtekin á vegum SI voru fréttir sem ég hef tekið illa alveg frá því ég heyrði það. Ég vil bara ekki sjá greiðslur fyrir það að fara út fyrir rammann. Og ég vil hafa ofbeldislaus mótmæli og að fólk sýni á sér andlitið. Það var nú ekkert mikið meira. 

Guðni Þór Björnsson, 25.8.2009 kl. 10:13

5 Smámynd: Guðni Þór Björnsson

http://savingiceland.puscii.nl/?p=986&language=is

Þetta er allavega einhver hluti af umræðunni, fréttin birtist á Rúv.

Ég er ekkert að reyna sletta ljótum orðrómum um hina og þessa, get samt alveg verið maður til að viðurkenna ómálefnalegan pistil(enda skrifaður í gremju) en að ég hafi spunnið þetta útfrá einhverjum sögum sem ég heyri útí bæ er bara ekki rétt.

Óska ykkur alls góðs,

Guðni

Guðni Þór Björnsson, 25.8.2009 kl. 15:26

6 Smámynd: Guðni Þór Björnsson

Tekur því varla að svara þegar kurteisin fýkur útum gluggann. Held ég haldi bara áfram að...zzzzzzzzzzzzzzzzz

Guðni Þór Björnsson, 25.8.2009 kl. 16:19

7 Smámynd: Guðni Þór Björnsson

(Ef þú vildir aðeins reyna að opna augun fyrir slíkum áróðri - en kannski viltu bara halda áfram að sofa...)

Þarna hef ég eflaust skynjað eitthvað sem ég hef haldið að átti að vera móðgun. Stundum erfitt að lesa í meiningu fólks gegnum netið. Þetta er frekar nýr miðill fyrir manni.

Gleymt í gær, grafið í dag :)

Guðni Þór Björnsson, 26.8.2009 kl. 12:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband