Vonandi hef ég rangt fyrir mér: Vangaveltur um HM 2010 og spá mín um úrslit

Hér koma hugleiðingar um komandi HM. Í fótbolta. Suður-Afríku.

Nú eru öll 32 liðin komin með miða á HM og hlakkar í manni. Um leið og ég sá hvaða lið voru þangað komin fór neikvæður hugur minn af stað. Ég þurfti ekki að sjá nema það að N-Kórea væru þarna til þess að sjá illt á ferð. Þegar við bætist geðsjúklingarnir frá Alsír þá fer þetta allt að líta ansi illa út, tali nú ekki um ef þeir lendi í riðli með Frökkunum. Eða Kóreumenn, bæði norður og suður með. Þá skiptir varla máli hver úrslitin verða, allt verður á suðupunkti. Maður vill ekkert hrópa úlfur en nöfnin gefa bara svo margt til kynna. Gæti orðið ljótt partý.

Leyfi ég mér að vona að eitthvert voðaverkið muni ekki gerast. Fótboltinn á aldrei að vera pólitískur. Miðað allan þann pening og þá pólitík sem þessi fallega íþrótt er umvafin virðist hún enn halda sjarmanum. Þrátt fyrir að íþróttin geti verið jafn grimm og þeir peningar og pólitík sem menga hana. Klúður í fótbolta getur þýtt dauðadómur(bókstaflega).

Það er bara eitthvað við HM 2010 sem ég óttast. Það hefur aldrei gerst áður. Allavega, Spánverjar verða að teljast líklegir til afreka en ég ætla að spá Brössunum sigri þó mitt lið sé ávallt stálið kennt við Þýskaland. Liðið sem kemur á óvart verður Slóvakía og Fílabeinssrtöndin með Drogba innanborðs verða hættulegir og fylgja Brasilíu upp og skilja C. Ronaldo og félaga eftir. Ítalía mun ekki verja titlinn, orðnir of gamlir. Komast þó uppúr riðlinum með Slóvakíu.Mexíkó vinnur sinn riðil og ekki væri leiðinlegt að gestgjafarnir fylgdu en miðað við frammistöðuna gegn 'Islandi þá efast ég um það. Frakkarnir eflaust fylgja Mexikóbúum og mega svo skíta á bak fyrir Írlands skandalinn.

S.s. Brassar brilla, Frakkar skíta, Slóvakía heillar, Ítalía eldist og Drogba fleytir sínum mönnum langt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband