En hvar áttirðu að vera??

Átti Sig Ernir ekki að vera á þingnefndarfundi í staðinn fyrir að vera í kokkteilboði hjá banka??

Á maður að vera fá sér í glas fyrir vinnu? Eru það skilaboðin í dag?  

Nú hef ég ekki séð umrætt myndband en finnst það ólíklegt að kallinn hafi verið "hamraður" en það skiptir ekki máli. Prinsipp mál að vera allsgáður í vinnu sinni.

Þær ættu kannski að láta þingmenn blása áður en þeir gaspra uppi í pontu:)


mbl.is Fékk sér léttvín með mat
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æ, kommon. Ég held að Íslendingar séu eina þjóðin sem finnst ekki í lagi að fá sér eitt hvítvínsglas með máltíð - þá sé fólk orðnir einhverjar byttur. Sama fólkið (sem gagnrýnir) dettur svo hressilega í það hverja helgi.

Ef hann er að segja satt með þetta eina glas með mat erum við ekki að tala um neitt sem skiptir máli.

Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 15:02

2 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Bragi Þór Valsson: Hvaðan hefur þú þetta eina glas? Sigmundur Ernir segist hvergi hafa fengið sér eitt glas með matnum. Það er bara tilbúningur þinn. Hann segist hins vegar hafa drukkið léttvín með matnum. Ég efast ekki um að það sé satt hjá honum.

En hins vegar er hver maður sem sjálfur hefur smakkað léttvín vel dómbær á það eftir að hafa séð umrætt myndskeið, að glösin voru fleiri en eitt. Eitt hvítvínsglas hefði sko verið í góðu lagi eins og þú segir. En það er ekki það sem er hér til umræðu.

Magnús Óskar Ingvarsson, 26.8.2009 kl. 15:23

3 identicon

Blessaður.

Veistu, ég fattaði sjálfur fljótlega eftir að ég skrifaði þessa athugasemd að það hefði hvergi komið fram í tilkynningunni.  Það var bara einhvern veginn hvernig hún var orðuð að ég gerði ráð fyrir því að það hefði bara verið eitthvað smáræði - af því að ég er svo einfaldur.  Ég hefði nefnilega sjálfur ekki talið neitt mál að fá mér eitt léttvínsglas með máltíð og fattaði ekki að fyrir honum séu kannski 18 flöskur bara smáræði (-:

Annars var Bubbi að ýja að því í útvarpsþættinum sínum á mánudagskvöld að Sigmundur hefði verið að reykja eitthvað. Hann ætti allavega að þekkja það, blessaður (-:

Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 15:47

4 Smámynd: Guðni Þór Björnsson

Finnst bara prinsinppið soldið vert að hugsa um. Ímyndaðu sjálfan þig að  kenna á tölvur í glasi, ég veit ekkert hvort fólk yrði yfir hrifið með það:)

Aðalmálið er samt að vera í einhverju partýi í boði MP banka þegar menn eiga að vera skeggræða ófarir íslensks almúga og reyna að leysa vitleysuna. 

Ég held að Íslendingar séu eina þjóðin sem finnst ekki í lagi að fá sér eitt hvítvínsglas með máltíð - þá sé fólk orðnir einhverjar byttur. Hér er ég þér algjörlega sammála. Það skemmtilegasta sem ég get gert er að horfa á knattspyrnu og fá mér öl með því. Maður hefur fengið allmikinn stimpil af því maður fær sér öl á virkum degi og það er bara þessi ómenningarlegi hugsunarháttur hjá okkur Frónbúum.

Guðni Þór Björnsson, 26.8.2009 kl. 17:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband